Hlekkur 6 Vika 3

Mánudagur 9. apríl

Í þessum tíma skoðuðum við nokkrar glærur og töluðum um virkjanirnar í Þjórsá.

Miðvikudagur 11. apríl

Í þessum tíma var okkur skipt í hópa, fyrst var ég með Möggu og Láru í hóp. Þá áttum við að lesa svona gagnvirka. Þegar við vorum búin með það áttum við að finna öll orð sem okkur datt í hug en áttu samt að vera til sem byrjuðu á Þjórsár…… Næst áttum við að skrifa á spjöld orðin sem við fundum og hengdum það síðan uppá vegg. Þegar það var búið skiptum við og hópa og þá var ég með Sigrúnu í hóp, þá áttum við að búa til orð úr ákveðinn um orðum sem Gyða lét okkur hafa. Í lok tímanna áttum við að skoða nýtt forrit sem heitir Flipgrid. Þetta allt saman var alveg skemmtilegt.

Fimmtudagur 12. apríl

Í þessum tíma var próf úr kaflanum. Mér gekk ágætlega.

Fréttir

Ensím sem étur upp plast mbl.is

Hlekkur 6 Vika 2

Miðvikudagur 4. apríl

Í dag var ég ekki í skólanum vegna fjarveru en kíkti á náttúrufræði síðuna til að sjá hvað þau voru að gera. Gyða hélt nearpod kynningu sem var framhald af því sem við gerðum í síðustu viku s.s. Þjórsá, Þjórsárdalur o.fl.. Við lærðum um ljóstillifun, vistkerfi og allskonar þannig sem við tókum soldið í fyrsta eða öðrum hlekk. Það var talað um frumframleiðendur, neytendur, sundrendur, frumbjarga, ófrumbjarga lífverur og margt fleyra.

 • Orkupíramíti∼Fyrst eru frumframleiðendurnir eins og t.d. blóm. Síðan kemur kannski fluga sem nýtir sér orkuna úr blóminu. Næst kemur t.d. mús sem étur fluguna eða pödduna. Síðan er það slangan sem étur músina. Þetta kallast orkupíramíti.

Myndaniðurstaða fyrir orkupíramíti

Þjórsárver er friðað og verndað svæði. Það er freðmýri og mikill gróður, einnig er mikið af dýralífi.

Mynd: Wikipedia.com tekin af Andreas Tille

Þegar þau voru búin með Nearpod kynninguna fóru þau í stöðva vinnu, þið getið séð stöðvarnar með því að klikka hér! Ég gerði þessar stöðvar hér fyrir neðan.

 • Stöð 2 Friðlýsing – Það var friðlýst til að vernda gróðlendið, vistkerfi veranna, rústamýravistanna, varpstöðva heiðagæsanna, víðernis, sérstakra landslagsheildar og menningarminja.
 • Stöð 3 verndun – Ramsarsvæði er votlendi sem hefur verið verndað og er í nýtingu fyrir ákveðinna búsvæða eða vistkerfa. Það er einnig notað sem lífsvæði fugla. Þau svæði á Íslandi sem hafa verið samþykkt sem Ramsarsvæði eru Mývatn-Laxá, Þjórsárver, Grunnarfjörður norðan við Akrafjall, Eyjabakkasvæðið, friðlandið í Guðlaugstungum og verndarsvæði blesgæsa í Andarkili við Hvanneyri.
 • Stöð 7 Leikur hvað passar saman – Á þessari stöð átti maður að tengja saman orð sem pössuðu saman.

Fimmtudagur 5. apríl

Í dag notuðum við tímann í að blogga:)

Fréttir

Hálf gráða hefði mikil áhrif á ísinn mbl.is

Brann að mestu upp í gufuhvolfinu mbl.is

Myndir:

Mynd 1Mynd 2Mynd 3 – skjáskot úr leiknum

Hlekkur 6 Vika 1

Mánudagur 5. mars

Í  þessum tíma vorum við að byrja á nýjum hlekk sem er hlekkur 5. Í þessum hlekk munum við læra um jarðfræði, eðlisfræði, umhverfi og náttúran og síðan líffræði. Við lærum eiinig mikið um Þjórsá og vorum því í þessum tíma að skoða nokkur myndbönd um Þjórsá, einnig um vinsæla staði á Íslandi.

Miðvikudagur 7. mars

Í dag var Gyða með nearpod kynningu um jökla, Þjórsá, eldgos o.f.l..

 • Þjórsá∼Þjórsá er lengsta á landsins, hún er 230 km og á upptök við Bergvatnskvíslar.
 • Ísland∼Ísland er á þverhrygg sem þýðir það að landað færist í sundur um 2 cm á ári.
 • Flokkun vatnsfalla
  – Dragár
  – Lindár
  – Jökulár

Síðan byrjuðum við á stöðvavinnu, ég var með Möggu og Láru í hóp. Það var ekki mikill tími sem við höfðum þannig að við náðum bara að gera eina stöð. Stöðvavinnan kemur í næsta bloggi þar sem að þá munum við halda áfram í því.

Fimmtudagur 8. mars

Í þessum tíma var Gyða ekki en í staðinnvar Guðrún skólastjóri með okkur. Við áttum að klára stop motion myndböndin okkar, ég var með Möggu og Láru í hóp. Við ætluðum fyrst að nota green screen en okkkur gekk ekki vel með það þannig að við slepptum bara að nota það.

Fréttir

Loftslagsáhrifin meira á konur mbl.is
Fundu óvænt faldar mörgæsabyggðir mbl.is

Samantekt úr hlekk 5

Í þessum hlekk vorum við að læra um bylgjur, hljóð og ljós. Við vorum að læra um bylgjulengd, tíðni, jafnvægisstöðu o.fl.

 • Bylgja~Bylgja er röskun á jafnvægisstöðu og flytur oft orku. Bylgja breiðist út án tilfærslu efnis, sumar eru sýnilegar en flestar ekki. Sumar berast gegnum tómarúmið en flestar þurfa efni til þess.
 • Lögun bylgna∼Bylgjan er í jafnvægisstöðu þegar hún er í beinni línu. Hæsti punktur hverrar sveiflu kallast öldutoppur, og sá lægsti öldudalur. Fjarlægðin milli öldutopps eða öldudals kallast útslag/sveifluvídd.

Image result for Bylgjur

 • Tíðni∼Tíðni er fjöldi sveifla á sekúndu. Tíðni má líta á sem fjölda þéttinga og þynninga á tímaeiningu. Eitt hertz er jafn mikiið og ein sveifla á sekúndu.
 • Bylgjulengd∼Bylgjuleng er fjarlægðin milli tveggja öldutoppa eða öldudala, einnig er hún mæld í metrum.
 • Þverbylgjur~Þverbylgjur eru bylgjur þar sem að sveiflan er hornrétt á útbreiðslu stefnuna.

 • Langsbylgjur~langsbylgjur er þegar bylgjurnar sveiflast samsíða útbreiðslustefnu.

Einnig er hægt að flokka bylgjur þannig hvort þær þurfa efni til að ferðast í eða ekki.

 • Bylgjur sem þurfa burðarefni

-vatnsbylgjur, hljóðbylgjur, jarðskjálfta bylgjur og áhorfenda bylgjur.

 • Bylgjur sem þurfa ekki burðarefni

-Í þessum flokki er aðeins ein tegund bylgna sem þarf ekki burðarefni, það eru rafsegulbylgjur.

 • Einkenni rafsegulbylgna~Allar rafsegulbylgjur eru þverbylgjur. Í þverbylgju er hreyfistefna bylgjunnar hornrétt á segul- og rafsegulsviði. Þegar ljóseindir hreyfast skapa þær bæði rafsvið,og segulsvið, sviðin standa hornrétt við hreyfistefnu ljóssins.
 • Rafsegulrófið~Hver tegund geislunar í rafsegulrófinu hefur ákveðna bylgjulengd, ljóseindaorku og tíðni. Allar rafsegulbylgjur eru í rafsegulrófinu þ.e.a.s. útvarpsbylgjur, örbylgjur, innrauð geislun, sýnlegt ljós, útfjólublá geislun, röntgen geislun og gammageislun. Bylgjurnar raðast eftir minnkandi bylgjulengd, aukinni orku ljóseinda og eftir vaxandi tíðni.

Hlekkur 5 Vika 4

Mánudagur 12. febrúar

í þessum tíma vorum við aðallega að tala saman og skoða fréttir. Við skoðuðum live myndband um bíl sem var verið að senda út í geim. Þegar við vorum búin að skoða nokkrar fréttir þá fórum við og kíktum á tvö blogg áður en að tíminn var búinn.

Miðvikudagur 14. febrúar

Í dag var öskudagur, það var enginn skóli vegna veðurs.

Fimmtudagur 15. febrúar

Í dag fórum við í próf úr hlekk 5. Þegar við vorum búin með prófið fórum við í tölvustofuna og blogguðum.

Fréttir

Hefur áhrif á útbreiðslu krabbameins mbl.is
Bjuggu til eggfrumu á rannsóknarstofu mbl.is

 

Blog at WordPress.com.

Up ↑